
Við erum sérfræðingar í Microsoft Power Platform og Dynamics 365



Ráðgjöf / Sérlausnir
Við leggjum áherslu á að skilja þarfir viðskiptavina okkar og bjóðum heildstæða þjónustu við útfærslu viðskiptalausna sem eru byggðar á Microsoft Power Platform, Microsoft Dynamics 365 og öðrum Microsoft vörum.
Með áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu erum við í fararbroddi í að hanna og innleiða lausnir sem breyta leikreglunum í viðskiptaferlum, allt frá innleiðingu gervigreindarlausna, sjálfvirknivæðingum, smíði sérhæfðra forrita, til gerðar gagnvirkra mælaborða og snjallspjallþjónustu.
Til að tryggir áreiðanleika, öryggi og framúrskarandi sveigjanleika eru lausnir ST2 hannaðar með nýjustu Microsoft tækni og byggjast á Microsoft Power Platform sem og öðrum Microsoft vörum svo sem Dynamics 365, Azure.
Vörurnar sinna ákveðnum viðskiptaferlum, sérþörfum atvinnugreina og/eða taktískum verkefnum. Við skiljum mikilvægi þess að bjóða upp á sérsniðnar lausnir sem ekki aðeins einfalda flókna ferla heldur einnig stuðla að aukinni skilvirkni og árangri í rekstri.
Við erum með lausn fyrir þinn rekstur, hvort sem það er í gæðastjórn, mannauðsstjórn, erindaskrár, verkbókhaldi, verkefnastjórn, fjármálum, framleiðslu eða heilbrigðisþjónustu.
Gagnagreiningar
Við hjá ST2 nýttum okkur Power BI frá Microsoft til að umbreyta gögnum viðskiptavina okkar í skýrar og gagnvirkar upplýsingar.
Með Power BI mælaborðum og sérsniðnum skýrslum fá viðskiptavinir okkar:
-
Rauntíma yfirsýn yfir lykilmælikvarða fyrirtækisins.
-
Betri ákvörðunartöku með skýrri framsetningu gagnlegra gagna.
-
Sjálfvirka uppfærslu og áreiðanlega upplýsingamiðlun.
-
Gagnvirkar greiningar sem gera notendum kleift að kanna gögn á einfaldan og öflugan hátt.
Þannig hjálpar ST2 fyrirtækjum að nýta gögn sín betur, stuðlar að upplýstum ákvörðunum og aukinni samkeppnishæfni.